Ann Peters ráðin sem verkefnastjóri
Alls bárust 35 umsóknir um starfið, verkefnastjóri vísindaferðamennskuverkefni Kötlu jarðvangs. Eftir að farið var yfir umsóknir og viðtöl tekin var ákveðið að ráða Ann I. Peters í starfið.
Ann útskrifaðist með B.A. gráðu frá Lourdes College í Ohio, BNA og hefur starfað sem stjórnandi hjá nokkrum fyrirtækjum. Þá á hún og rekur sitt eigið fyrirtæki, Iceland Wedding Planner, ásamt því að hafa komið að þróun og uppsetningu á fjölda mismunandi fyrirtækjum og ferðum tengdum ferðaþjónustu á Íslandi.
Katla jarðvangur býður Ann velkomna í hópinn og hlakkar til að takast á við verkefnið með henni. Markmið verkefnisins er að styðja við sjálfbærni rekstrar jarðvangsins og stuðla að uppbyggingu sérfræðistarfa á svæðinu. Verkefnið gengur út á það að þróa og koma á markað afurðum í formi „ferðapakka“ sem fela í sér þátttöku viðskiptavina/ferðamanna í rannsóknarverkefnum á vegum jarðvangsins. Þær ferðir verða þróaðar og markaðssettar í samstarfi við rekstraraðila í ferðaþjónustu á svæðinu.
Þá vill Katla jarðvangur einnig þakka öllum þeim sem sóttu um fyrir áhugann á starfinu.