Katla jarðvangur birtir grein í Geoconservation Research tímaritinu

Katla jarðvangur birti sína fyrstu ritrýndu grein nú á dögunum sem ber nafnið “Gosmyndanir innan Kötlu jarðvangs” (Volcanic features within Katla UNESCO Global Geopark). Í greininni er fjallað um þau jarðvætti sem teljast vera alþjóðlega vísindalega mikilvægar jarðminjar; Eyjafjallajökull, Katla, Lakagígar, Eldgjá og gervigígar, og móbergshryggirnir Kattarhryggir, Grænifjallgarður og Fögrufjöll, ásamt stuttri umfjöllun um jarðferðamennsku og verndun jarðvætta innan jarðvangsins. Þema tímaritsins að þessu sinni eru “jarðvangar á eldvirkum svæðum” og gat því jarðvangurinn ekki látið þetta tækifæri fram hjá sér fara að skrifa grein í tímaritið. Greinin birtist í tímaritinu Geoconservation Research sem er birt á netinu og má nálgast greinina, ásamt öðrum greinum í tímaritinu, hér: https://gcr.isfahan.iau.ir/issue_1138542_1138543.html