Landinn kíkti í heimsókn

Víkurfjöruverkefni Kötlu jarðvangs, Víkurskóla og Kötluseturs hélt áfram í lok febrúar, þegar nemendur 9. og 10. bekkjar Víkurskóla mældu sniðin fimm í Víkurfjöru. Var það þrettánda mæling nemenda á sniðunum í Víkurfjöru og hefur verkefnið nú staðið yfir í þrjú ár.

Blíðskaparveður var þegar nemendur mældu sniðin og mætti sjónvarpsþátturinn Landinn til að taka myndbönd af nemendum við mælingar sem og að taka viðtöl við nemendur og umsjónarfólk verkefnisins. Myndband Landans um verkefnið birtist síðan í sjónvarpinu um miðjan mars, og má horfa á það r. Sem fyrr má lesa um nýjustu niðurstöður nemenda í Víkurfjöruverkefninu hér og þá má sjá ljósmyndir af mælingum nemenda hér.