Víkurfjöruverkefnið fékk Menntaverðlaun Suðurlands

Víkurfjöruverkefni Víkurskóla og Kötlu jarðvangs, í samstarfi við Kötlusetur, hlutu Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023. Verðlaunin voru afhent af Forseta Íslands, Herra Guðna Th. Jóhannessyni, á árlegum hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands sem Háskólafélag Suðurlands stendur fyrir.

Jarðvangurinn vill hér með þakka kærlega fyrir þennan mikla heiður ásamt því að þakka Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga – SASS fyrir verðlaunin, þeim sem tilnefndu verkefnið til verðlaunanna, Sprotasjóði fyrir að styrkja verkefnið, samstarfsaðila jarðvangsins í verkefninu sem eru Víkurskóli og Kötlusetur, og sérstaklega þakka nemendum Víkurskóla fyrir frábæra þátttöku og áhuga á verkefninu.

Hægt er að lesa frekar um verkefnið hér: https://www.katlageopark.is/um-kotlu/rannsoknir/vikurfjoruverkefnid/