Gervigígarnir mynduðust í Eldgjárgosinu árið 939
Álftaversgígar
Sýnt hefur verið fram á að Álftaversgígar mynduðust í Eldgjárgosinu 939 þegar hraun rann yfir votlendi.
Djúpá á upptök sín í Síðujökli
Djúpá
Afar fallega fossaröð er að finna í Djúpá þar sem hið vatnsmikla jökulfljót steypist fram í gegnum Djúpárdal.
Fallegt kubba- og stuðlaberg
Dverghamrar
Þetta eru sérkennilegir og fagurlega formaðir stuðlabergshamrar úr blágrýti.
Eldgjá er 70 km löng gossprunga
Eldgjá og Ófærufoss
Úr Eldgjá hafa runnið mikil hraun niður um Landbrot og Meðalland og til sjávar við Alviðruhamra í Álftaveri.
Emstrur er afréttarland í Rangárvallasýslu
Emstrur og Fjallabak
Um er að ræða síðasta hluta gönguleiðarinnar frá Landmannlaugum eða “Laugarvegarins”.
Hið fræga eldfjall
Eyjafjallajökull
Frá honum ganga nokkrir skriðjöklar, þeir stærstu eru Steinholtsjökull og Gígjökull
Tilkomumikill foss og ber hann nafn með rentu
Fagrifoss
Útsýni að fossinum er best austan megin við fossinn en ganga þarf lítinn spöl til að fá stórkostlega sýn.
Fjaðrárgljúfur er stórbrotið og hrikalegt
Fjaðrárgljúfur
Berggrunnurinn í Fjaðrárgljúfri er að mestu móberg frá kuldaskeiðum ísaldar og telst um tveggja milljóna ára gamalt.
Fagur foss
Foss á Síðu
Fallegur foss fellur ofan af klettunum ofan við bæinn. Stórkostlegt sjónarspil sem fangar athygli allra.
Einstaklega fagurt móbergsfell
Hafursey
Selið í Hafursey er ein af hinum merku söguminjum Íslands.
Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull Íslands
Mýrdalsjökull
Fjölmargir skriðjöklar liggja út frá Mýrdalsjökli og sá þekktasti er líklega Sólheimajökull.
Sandauðnin
Mýrdalssandur
Mýrdalssandur er sandauðn suðaustan við Mýrdalsjökul sem hefur byggst upp af framburði Kötluhlaupa
Katla er ein af virkustu eldstöðvum Íslands
Katla
Um 20 gos eru þekkt í Kötlu síðan land byggðist og hafa mörg af þeim valdið miklum jökulhlaupum.
Gígaröðin Lakagígar samanstendur af 130 gígum
Lakagígar
Þann 8. júní 1783 hófust Skaftáreldar þegar gossprunga opnaðist við fjallið Hnútu.
Víðáttumesta gervigígasvæði á Íslandi
Landbrotshólar
Gervigígar myndast þegar hraun renna í ár og stöðuvötn eða votlendi.
Fögrufjöll, Skuggafjöll & Grænifjallgarður
Langisjór
Langisjór er meðal tærustu fjallavatna á Íslandi.
Gljúfrið er um 200 m á dýpt þar sem hæst er
Markarfljótsgljúfur og Markarfljótsaurar
Markarfljótsgljúfur skilur á milli Fljótshlíðarafréttar, Emstruafréttar og Almenninga.
Í ánni Merkjá eru nokkrir fallegir fossar
Merkjárfossar
Merkjárfossar eru í Fljótshlíð um 21 km frá Hvolsvelli.
Móbergsfjallið
Reynisfjall
Móbergsfjall sem myndaðist í eldgosi undir jökli og/eða í sjó á seinni hluta Ísaldar.
Tilkomumiklir drangar
Reynisdrangar
Drangar myndast þegar sjávaraldan hefur rofið stóran hluta af bergi við strandlínuna
Svarta sandfjaran
Reynisfjara
Þykir sérstaklega falleg og tilkomumikil en jafnframt brimasöm og hættuleg.
Hægt er að ganga bak við Seljalandsfoss
Seljalandsfoss og Gljúfrabúi
Gljúfrabúi fellur úr Gljúfurá. Gljúfrabúi er um 40 metra hár.
Skaftá er blönduð á, jökulá með lindaráhrifum
Skaftá
Jökulhlaup eru algeng í Skaftá en að jafnaði hleypur áin á tveggja ára fresti.
Sólheimasandur & Sólheimaheiði
Sólheimajökull
Sólheimajökull er skriðjökull og er um 11 km langur með upptök í suðvesturhluta Mýrdalsjökuls.
Tindfjöll eru fjallaröð með mörgum tindum
Tindfjallajökull & Tindfjöll
Þó að Tindfjallajökull sé með minnstu jöklum landsins er hann á risastórum gíg.
Samþykkja fótspor
Þetta vefsvæði notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefsvæðið. Sjá nánar hér.
Samþykkja