Fjölbreytt fuglalíf

Dyrhólaós og Loftsalahellir

Dyrhólaós og Loftsalahellir

Dyrhólaós er 4,8 km2 stórt vatnsflæmi, skammt frá Vík í Mýrdal. Þar eru sjávarleirur, þær einu á Suðurlandi, með sérstæðum lífsskilyrðum. Loftsalahellir er sérstæður og allstór hellir í móbergshamri í suðaustanverðu Geitafjalli. Þar eru fjölbreyttar bergmyndanir og gróskumiklar hlíðar. Þessi hellir er hinn forni þingstaður bænda í Mýrdal en nálægt honum er þúst ein í brekku er nefnist Gálgaklettur. Talið er að samkvæmt nafngiftinni hafi farið þar fram aftökur sakamanna fyrr á öldum en ekki eru til beinar heimildir er bera því öruggt vitni.

Samþykkja fótspor

Þetta vefsvæði notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefsvæðið. Sjá nánar hér.