Katla er ein af virkustu eldstöðvum Íslands

Katla

Katla er ein af virkustu eldstöðvum Íslands

Katla

Katla er ein af virkustu eldstöðvum Íslands og liggur undir Mýrdalsjökli. Askja Kötlu er um 100 km2 að stærð en eldstöðvakerfi Kötlu er hins vegar mun stærra, eða um 110 km að lengd og 30 km að breidd, og liggur í norðaustur langleiðina að Vatnajökli. Um 20 gos eru þekkt í Kötlu síðan land byggðist og hafa mörg af þeim valdið miklum jökulhlaupum, með allt að 100.000-300.000 m3/s rennsli, ásamt miklu öskufalli. Síðasta gos sem náði að bræða sig í gegnum jökulinn var árið 1918, en þó eru talið líklegt að lítil gos hafi orðið árin 1955, 1999 og 2011. Við eldgos í Kötlu er talið að um 5-10% af Mýrdalsjökli bráðni, og tekur það jökulinn nokkra áratugi að jafna sig eftir hvert gos.