Lakagígar eru 27 km löng gossprunga

Lakagígar

Lakagígar eru 27 km löng gossprunga

Lakagígar

Lakagígar eru 27 km löng gossprunga sem samanstendur af um 130 gígum sem ganga suðvestur úr Vatnajökli. Á átta mánuðum, frá júní 1783 fram í Febrúar 1784, rann gríðarlegt magn kviku frá gígunum auk þess sem eiturgufur losnuðu út í andrúmsloftið. Um 50 til 80% af bústofni landsmanna féll og um 25% af íslensku þjóðinni létust í harðindunum sem á eftir fylgdu.

Þann 8. júní 1783 hófust Skaftáreldar þegar gossprunga opnaðist við fjallið Hnútu um 13 km suðvestur af Laka á Síðumannaafrétti. Á meðan á gosinu stóð gengu yfir tíu goshrinur og upplifði fólk þá mikla jarðskjálftavirkni auk þess sem eldglæringar og gosdrunur jukust. Í hrinunum sem stóðu í hálfan til tvo sólahringa stækkaði gossprungan í áföngum til norðausturs og varð í lokin 27 km löng. Þá jókst einnig hraunrennslið og varð 4.000 til 8.700 m³/s en á milli hrinanna var hraunrennslið minna eða 1.000 til 3.000 m³/s. Til samanburðar var kvikuuppstreymi á fyrstu dögum Heimaeyjargossins rúmlega 100m³/s. Kvikan átti upptök sín í Grímsvatnaeldstöðinni og telst gosið því til þeirrar eldstöðvar.

Samþykkja fótspor

Þetta vefsvæði notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefsvæðið. Sjá nánar hér.