Víðáttumesta gervigígasvæði á Íslandi

Landbrotshólar

Víðáttumesta gervigígasvæði á Íslandi

Landbrotshólar

Landbrotshólar eru víðáttumesta gervigígasvæði á Íslandi, um 50 km2 að flatarmáli. Gervigígar myndast þegar hraun renna í ár og stöðuvötn eða votlendi. Þegar 1100°C heitt hraun kemst í snertingu við vatn verða miklar sprengingar þar sem vatnið nánast hvellsýður. Við það tætist hraun og gjóska upp í loftið og miklir hólar og gígar hlaðast upp sem nefnast gervigígar. Þessi fyrirbæri eru vel þekkt á Íslandi þar sem landið er að mestu byggt úr hraunum og vötn, ár og mýrar setja svip sinn á landslagið. Deilt hefur verið um aldur og uppruna Landbrotshraunsins en er það nú talið koma frá Eldgjárgosinu 934. 

Samþykkja fótspor

Þetta vefsvæði notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefsvæðið. Sjá nánar hér.