Víðáttumesta gervigígasvæði á Íslandi
Landbrotshólar
Landbrotshólar eru víðáttumesta gervigígasvæði á Íslandi, um 50 km2 að flatarmáli. Gervigígar myndast þegar hraun renna í ár og stöðuvötn eða votlendi. Þegar 1100°C heitt hraun kemst í snertingu við vatn verða miklar sprengingar þar sem vatnið nánast hvellsýður. Við það tætist hraun og gjóska upp í loftið og miklir hólar og gígar hlaðast upp sem nefnast gervigígar. Þessi fyrirbæri eru vel þekkt á Íslandi þar sem landið er að mestu byggt úr hraunum og vötn, ár og mýrar setja svip sinn á landslagið. Deilt hefur verið um aldur og uppruna Landbrotshraunsins en er það nú talið koma frá Eldgjárgosinu 934.