Gljúfrið er um 200 m á dýpt þar sem hæst er

Markarfljótsgljúfur & Markarfljótsaurar

Gljúfrið er um 200 m á dýpt þar sem hæst er

Markarfljótsgljúfur & Markarfljótsaurar

Markarfljótsgljúfur skilur á milli Fljótshlíðarafréttar, Emstruafréttar og Almenninga. Gljúfrið er um 200 m á dýpt þar sem hæst er. Um gljúfrið rennur Markarfljót er vatnasvið þess um 1200 km2 og eru megin upptök þess í Mýrdalsjökli en einnig falla í það þverár úr t.d. Eyjafjallajökli. Sandarnir sem Markarfljótið rennur um til sjávar og ósar þess nefnast Markarfljótsaurar. Mikill framburður er í fljótinu og hefur það borið milljónir tonna af sandi og leir með sér og m.a. myndað Landeyjasanda og í raun mestallt láglendi undir vestanverðum Eyjafjöllum.

Af heimasíðu Sögusetursins:
Markarfljót er jökulá sunnan Fljótshlíðar. Fljótið er um 100 km langt og getur orðið talsvert vatnsmikið. Við Markarfljót sátu Njálssynir fyrir Þráni Sigfússyni þegar hann var að koma frá Runólfi á Dal. Þráinn hafði komið Njálssonum í vandræði gagnvart Hákoni jarli í Noregi og neitaði að greiða þeim bætur þegar út var komið til Íslands. Nú skyldi hefnt. Í  þeim bardaga vó Skarphéðinn Þráin Sigfússon. Í framhaldi af því bauð Njáll Höskuldi syni Þráins og Þorgerðar Glúmsdóttur fóstur hjá sér og gerði ætíð mjög vel við Höskuld, útvegaði honum meðal annars goðorð og gott kvonfang.

Samþykkja fótspor

Þetta vefsvæði notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefsvæðið. Sjá nánar hér.