Vík er syðsta þorp landsins
Vík í Mýrdal
Vík er syðsta þorp landsins og hið eina á landinu sem stendur við sjó en er án hafnar. Þar var stunduð útgerð með hjólabátum, sem óku út í sjó og síðan upp á land með aflann og beint í vinnslu. Byggðarsaga kauptúnsins hófst í kjölfar vaxandi óánægju Mýrdælinga með langar og erfiðar ferðir í kaupstað, annaðhvort til Papóss eða Eyrarbakka. Tveir bændur hópu verzlun á staðnum með innflutningi nauðsynja frá Bretlandi árið 1883. Uppbygging var hæg og stöðug og árið 1916 var stofnað félag til kaupa skipsins Skaftfellings, til vöruflutninga til og frá Vík, en ekki var auðvelt að skipa upp og út á hafnlausri ströndinni.
Upplýsingar
Vík: 63°25'07.8"N 19°00'21.8"W Population: Around 320 Distance from Reykjavik: About 180 km Accommodation: Hotel, Hostel, Guesthouse, Camping area Service: Restaurants, Gas Station, Grocery store, Clinic, Post Office and a Bank Outdoor Swimming Pool |